Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, segir mikilvægt að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar verði í öndvegi á framboðslistum flokksins fyrir kosningar vegna nýrrar umhverfisstefnu flokksins, Fagra Ísland. Hann hafi því ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingkona og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, vilja einnig í fjórða sætið.
Mikilvægt að andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar verði í öndvegi
