Michael E. Porter, sem af mörgum er talinn einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á morgun.
Porter kemur hingað til lands á vegum Capacent Gallup þar sem hann gerir meðal annars grein fyrir skýrslu sem hann hefur unnið um samkeppnishæfni Íslands.
Porter gegnir prófessorsstöðu við Harvard-háskóla og vinnur viðskipta- og hagfræðideild HÍ að undirbúningi samstarfs við skólann um kennslu í rekstrarhagfræði með sérstakri áherslu á samkeppnishæfni fyrirtækja og þjóða.
Til marks um það hve áhrifamikill Porter er þá fer hann rakleiðis til Rússlands eftir Íslandsheimsóknina og ræðir við Vladímír Pútín, forseta Rússlands.