Frábær hringur hjá Heiðari

Heiðar Davíð Bragason fór á kostum á öðrum hringnum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem haldið er á Ítalíu. Heiðar spilaði á 7 höggum undir pari á lokadeginum í dag, samtals 65 höggum. Heiðar er á meðal efstu manna á mótinu og fær því tækifæri til að spila á öðru stigi úrtökumótsins.