Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á sjöttatímanum í dag þar sem kveikt hafði verið í útikamri. Þegar komið var á staðinn logaði í ruslafötu sem troðið hafði verið ofan í innkaupaköfu og innkaupakörfunni svo troðið inn í kamarinn. Kamarinn er nokkuð skemmdur vegna reyks auk þess sem ljósabúnaður í lofti hans er ónýtur.
Logaði í útikamri
