Bergvin Oddsson gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið verður 4. nóvember næstkomandi. Bergvin sækist eftir 4.-5. sæti. Bergvin hefur verið formaður Ungblind síðastliðin ár en í tilkynningu frá honum segir að hann hafi ásamt félögum sínum unnið að hagsmunabaráttu blindra og sjónskertra ungmenna á Íslandi.
