35 ára loforð endurtekið hjá S.þ. 27. september 2006 19:08 Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira