Newcastle að landa Waterreus

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er nú við það að landa til sín fyrrum landsliðsmarkverði Hollendinga, Ronald Waterreus, sem áður lék m.a. með Celtic og Manchester City. Waterreus er 36 ára gamall og verður ætlað að vera varamarkvörður Steve Harper sem fyllir skarð Shay Given eftir að sá þurfti í uppskurð á dögunum.