Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur. Sigrún Mjöll fór frá heimili sínu í Kópavogi á síðastliðið föstudagskvöld og hefur hún ekkert látið vita af sér síðan þá. Sést hefur þó til hennar bæði í Kópavogi og í Reykjavík.
Sigrún er 154 cm á hæð, með ljóst millisítt hár, sem endar í dökkum lit. Síðast þegar hún sást var hún klædd í dökkbláar buxur, svarta hettupeysu, í svörtum stígvélum en hún er hugsanlega með svartan bakpoka meðferðis.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigrúnar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Kópavogi í síma 560 3050.