Því verður fagnað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun að nautið Týr er eins árs. Eins og flestum er kunnugt um þá er Týr 25. afkvæmi merkisnautsins Guttorms og arftaki hans í garðinum. Sjálfur mun Týr þó ekki gera sér neinn sérstakan dagamun nema kannski fá örlítið meira af fóðurbæti en vanalega. Nautið mun eyða deginum með kúm og kálfi garðsins í grjótgarðinum svokallaða sem er við inngang garðsins. Þar mun hann taka á móti afmæliskveðjum og njóta dagsins.
Týr fagnar eins árs afmæli
