Stenst ekki lög - jafnvel ekki stjórnarskrá 22. september 2006 12:30 Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá. Greiðslustofa lífeyrissjóðanna tilkynnti þann 1. ágúst síðastliðinn að niðurstaða heildarathugunar á tekjum örorkulífeyrisþega sýni að í sumum tilfellum séu heildartekjur lífeyrisþega umfram þau viðmiðunarmörk sem kveðið sé á um í samþykktum og reglum lífeyrissjóðanna. Þetta gerir það að verkum að lífeyrisgreiðslur 2300 örorkulífeyrisþega skerðast eða falla niður þann 1. nóvember. Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands fundaði um málið í gær, og segir Sigursteinn Másson, formaður bandalagsins, að niðurstaða fundarins sé afdráttarlaus. Ef ákvörðun lífeyrissjóðanna verður ekki breytt fyrir 1. október nk. verður sjóðunum stefnt fyir dómstóla. Sigursteinn segir reginvilluna í útreikningum lífeyrissjóðina vera þá að miða við neysluvísitölu í stað launavísitölu. Þetta séu allir hagfræðingar og tryggingastærðfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið, sammála um. Einnig séu hlutir eins og dánarbætur, eingreiðslur og bensínstyrkir reiknaðir sem tekjur, sem ekki sé rétt að gera. „Við höfðum nú til verkalýðshreyfingarinnar og SA - til samvisku þeirra manna sem þarna eiga í hlut - að hverfa nú frá þessum aðgerðum gegn mörgu af fátækasta fólkinu í landinu," segir Sigursteinn. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá. Greiðslustofa lífeyrissjóðanna tilkynnti þann 1. ágúst síðastliðinn að niðurstaða heildarathugunar á tekjum örorkulífeyrisþega sýni að í sumum tilfellum séu heildartekjur lífeyrisþega umfram þau viðmiðunarmörk sem kveðið sé á um í samþykktum og reglum lífeyrissjóðanna. Þetta gerir það að verkum að lífeyrisgreiðslur 2300 örorkulífeyrisþega skerðast eða falla niður þann 1. nóvember. Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands fundaði um málið í gær, og segir Sigursteinn Másson, formaður bandalagsins, að niðurstaða fundarins sé afdráttarlaus. Ef ákvörðun lífeyrissjóðanna verður ekki breytt fyrir 1. október nk. verður sjóðunum stefnt fyir dómstóla. Sigursteinn segir reginvilluna í útreikningum lífeyrissjóðina vera þá að miða við neysluvísitölu í stað launavísitölu. Þetta séu allir hagfræðingar og tryggingastærðfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið, sammála um. Einnig séu hlutir eins og dánarbætur, eingreiðslur og bensínstyrkir reiknaðir sem tekjur, sem ekki sé rétt að gera. „Við höfðum nú til verkalýðshreyfingarinnar og SA - til samvisku þeirra manna sem þarna eiga í hlut - að hverfa nú frá þessum aðgerðum gegn mörgu af fátækasta fólkinu í landinu," segir Sigursteinn.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira