Nylon í 1. sæti á breska danslistanum 21. september 2006 18:52 Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. Lagið sem um ræðir er endurhljóðblöndun á gamla Eurythmics-laginu "Sweet Dreams". Lagið fór fyrst í 11. sæti breska danslistans svokallaða í síðustu viku og var svo komið í það 9. í þessari viku. Umboðsmaður Nylon-hópsins, Einar Bárðarson, segist síðan hafa fengið símtal í dag þar sem honum var tilkynnt að á listanum sem birtur verður eftir helgi sitji lagið í efsta sætinu. Einar segir tíðindin hafa komið sér og stelpunum mjög á óvart, ekki síst í ljósi þess að lagið er "aðeins" á B-hlið smáskífunnar Closer sem áætlað er að komi út þann 23. október. Það hafi svo verið fyrir hálfgerða rælni sem það var sent til nokkurra plötusnúða á dansklúbbum í Bretlandi. Lagið virðist hins vegar falla betur í kramið en nokkrun óraði fyrir. Það má segja að þetta lag Eurythmics um ljúfa drauma gagnist tónlistarfólki vel í að eltast við drauminn um frægð og frama. Auk Annie Lennox og félaga í Eurythmics stimplaði Marylin Manson sig nefnilega rækilega inn í poppheiminn fyrir nokkrum árum með sinni útfærslu á laginu. Það verður því spennandi að sjá hvort Nylon-stúlkur fylgi velgengninni eftir á næstu mánuðum og árum. Aðspurður að lokum hvort þessar fréttir séu það stórar að þær geti kallast lögreglumál segir Einar þær svo sannarlega vera það. „Algjört lögreglumál, ef eitthvað er lögreglumál. Bara handjárna þetta strax!" segir umboðsmaður Íslands. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Sjá meira
Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. Lagið sem um ræðir er endurhljóðblöndun á gamla Eurythmics-laginu "Sweet Dreams". Lagið fór fyrst í 11. sæti breska danslistans svokallaða í síðustu viku og var svo komið í það 9. í þessari viku. Umboðsmaður Nylon-hópsins, Einar Bárðarson, segist síðan hafa fengið símtal í dag þar sem honum var tilkynnt að á listanum sem birtur verður eftir helgi sitji lagið í efsta sætinu. Einar segir tíðindin hafa komið sér og stelpunum mjög á óvart, ekki síst í ljósi þess að lagið er "aðeins" á B-hlið smáskífunnar Closer sem áætlað er að komi út þann 23. október. Það hafi svo verið fyrir hálfgerða rælni sem það var sent til nokkurra plötusnúða á dansklúbbum í Bretlandi. Lagið virðist hins vegar falla betur í kramið en nokkrun óraði fyrir. Það má segja að þetta lag Eurythmics um ljúfa drauma gagnist tónlistarfólki vel í að eltast við drauminn um frægð og frama. Auk Annie Lennox og félaga í Eurythmics stimplaði Marylin Manson sig nefnilega rækilega inn í poppheiminn fyrir nokkrum árum með sinni útfærslu á laginu. Það verður því spennandi að sjá hvort Nylon-stúlkur fylgi velgengninni eftir á næstu mánuðum og árum. Aðspurður að lokum hvort þessar fréttir séu það stórar að þær geti kallast lögreglumál segir Einar þær svo sannarlega vera það. „Algjört lögreglumál, ef eitthvað er lögreglumál. Bara handjárna þetta strax!" segir umboðsmaður Íslands.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent