Stóri-Sam neitar ásökunum

Sam Allardyce hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum sem hann var borinn í sjónvarpsþættinum Panorama í breska sjónvarpinu í gær, en þar kom fram að hann hefði tekið við mútugreiðslum frá tveimur umboðsmönnum í leikmannakaupum. "Ég vísa öllum ásökunum sem fram komu í þættinum á bug og málið er nú í höndum lögmanna minna," sagði Allardyce í dag, en neitar annars að tjá sig um málið.