Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Fríhöfnin ehf. og Golfklúbbur Suðurnesja hafa safnað 300 þúsund krónum fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum. 150 þúsund krónur söfnuðust á golfmóti Flugstöðvarinnar og Fríhafnarinnar á dögunum en þar gátu þátttakendur keypt sér högg af atvinnukylfingi sér til framdráttar á holu eitt og fjórtán. Golfklúbbur Suðurnesja lagði til kylfinga og Flugstöðin og Fríhöfnin tvöfalduðu upphæðina sem safnaðist.