Ábyrgðin hjá fjármálaráðuneytinu 20. september 2006 12:45 „Fjármálaráðuneytið verður að hysja upp um sig buxurnar," segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir sjúkraliða á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi vera langþreytta á álagi og manneklu á sjúkrahúsinu. Sjúkraliðafélag Íslands krefst þess að kjör sjúkraliða á Landspítalanum- háskólasjúkrahúsi verði bætt til samræmis við kjör annarra sjúkraliða í heilbrigðis- og félagsgeiranum. Í ályktun sem trúnaðarmenn félagsins sendu frá sér í gær er þess jafnframt krafist að gengið verði frá nýjum stofnanasamning við sjúkraliða þegar í stað. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir mannekluna vera mikla á Landspítlanum og það komi fram í auknu álagi á starfsfólkinu. Hún nefnir dæmi um deild með 11 stöðugildi en þar séu ekki nema 4 stöðugildi mönnuð. Hún segir að rót vandans sé einkum þá að misræmi sé í kjarasamningurm sjúkraliðanna. Nýútskrifaðir sjúkraliðar séu til að mynda að fá menntun sína metna til jafns við menntun félagsliða. Þeir finni sér því frekar starf innan félagsþjónustunnar enda á betri launum þar. Kristín leggur þó skýrar áherslur á að ekki sé við stjórn Landspítalans að sakast þar sem ábygðin sé fyrst og fremst hjá fjármálaráðuneytinu að leiðrétta muninn í kjarasamningunum. Um 500 sjúkraliðar vinna á Landspítalanum. Kristín segir að nú þegar hafi fólk hætt vegna stöðunnar og fólk sé orðið langeygt eftir varnanlegri lausn. Sjúkraliðarnir geta lítið gert annað en að bíða úrlausnar í málum sínum, þeir geta ekki farið í verkfall en tíminn mun leiða í ljós hvort einhverjir velji þann kostinn að segja starfi sínu lausu. Fréttir Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
„Fjármálaráðuneytið verður að hysja upp um sig buxurnar," segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir sjúkraliða á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi vera langþreytta á álagi og manneklu á sjúkrahúsinu. Sjúkraliðafélag Íslands krefst þess að kjör sjúkraliða á Landspítalanum- háskólasjúkrahúsi verði bætt til samræmis við kjör annarra sjúkraliða í heilbrigðis- og félagsgeiranum. Í ályktun sem trúnaðarmenn félagsins sendu frá sér í gær er þess jafnframt krafist að gengið verði frá nýjum stofnanasamning við sjúkraliða þegar í stað. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir mannekluna vera mikla á Landspítlanum og það komi fram í auknu álagi á starfsfólkinu. Hún nefnir dæmi um deild með 11 stöðugildi en þar séu ekki nema 4 stöðugildi mönnuð. Hún segir að rót vandans sé einkum þá að misræmi sé í kjarasamningurm sjúkraliðanna. Nýútskrifaðir sjúkraliðar séu til að mynda að fá menntun sína metna til jafns við menntun félagsliða. Þeir finni sér því frekar starf innan félagsþjónustunnar enda á betri launum þar. Kristín leggur þó skýrar áherslur á að ekki sé við stjórn Landspítalans að sakast þar sem ábygðin sé fyrst og fremst hjá fjármálaráðuneytinu að leiðrétta muninn í kjarasamningunum. Um 500 sjúkraliðar vinna á Landspítalanum. Kristín segir að nú þegar hafi fólk hætt vegna stöðunnar og fólk sé orðið langeygt eftir varnanlegri lausn. Sjúkraliðarnir geta lítið gert annað en að bíða úrlausnar í málum sínum, þeir geta ekki farið í verkfall en tíminn mun leiða í ljós hvort einhverjir velji þann kostinn að segja starfi sínu lausu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira