Forystumenn Nýs afls og Frjálslynda flokksins hafa komist að samkomulagi um að sameina flokkana. Hefur forysta Nýs afls ákveðið að samtökunum verði breytt úr stjórnmálaflokki og hvetur stjórnin félagsmenn í Nýju afli til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Þannig muni fólk í Frjálslynda flokknum og Nýju afli snúa bökum saman til öflugrar sóknar gegn misskiptingu í þjóðfélaginu, pólitískri spillingu og baráttu fyrir að náttúruauðlindir verði í almannaþágu og til nýtingar og eignar þjóðarinnar, eins og segir í tilkynningu.
Nýtt afl og Frjálslyndir sameinast
