Skattstjóri segist hafa hreinan skjöld 19. september 2006 12:45 Skattstjórinn í Reykjavík segir embættið hafa algjörlega hreinan skjöld í aðkomu þess að tekjuathugun lífeyrissjóðanna á örorkulífeyrisþegum. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Í fréttum NFS í gær var rætt við Þóri Karl Jónasson, einn þeirra sem verður fyrir skerðingu lífeyrisbóta frá og með 1. nóvember næstkomandi í framhaldi af tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Þórir segir að Skattstjóranum í Reykjavík hafi ekki verið heimilt að afhenda skattframtöl sín við þessa tekjuathugun lengur en 6 ár aftur í tímann, og er Persónuvernd með mál hans í athugun. Í bréfi skattstjóraembættisins til Persónuverndar kemur fram að Þórir hafi veitt umboð til þess við mat á örorku hans árið 1992. Í samtali við NFS í morgun sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál sem komi inn á borð embættisins. Hins vegar sé það svo að óheimilt sé að veita upplýsingar úr skattframtölum nema til gjaldandans sjálfs. Gjaldandanum er svo heimilt að veita öðrum umboð til að komast í framtölin. Í umræddu umboði Þóris frá 1992 stendur orðrétt: "Ég ... heimila sjóðsstjórn að fá afrit af skattframtölum mínum hjá skattstjóranum sem farið verður sem trúnaðarmál." Rétt er að taka fram að þarna vantar líklega orðið "með". Aðspurður hvað honum finnist um þá fullyrðingu Þóris að það umboð sé ekki framvirkt segir Gestur að ef umboðið sé ótakmarkað, og ekki með neinum fyrirvara um að það falli úr gildi á einhverjum ákveðnum tíma, þá hljóti það náttúrlega að standa. Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Skattstjórinn í Reykjavík segir embættið hafa algjörlega hreinan skjöld í aðkomu þess að tekjuathugun lífeyrissjóðanna á örorkulífeyrisþegum. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Í fréttum NFS í gær var rætt við Þóri Karl Jónasson, einn þeirra sem verður fyrir skerðingu lífeyrisbóta frá og með 1. nóvember næstkomandi í framhaldi af tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Þórir segir að Skattstjóranum í Reykjavík hafi ekki verið heimilt að afhenda skattframtöl sín við þessa tekjuathugun lengur en 6 ár aftur í tímann, og er Persónuvernd með mál hans í athugun. Í bréfi skattstjóraembættisins til Persónuverndar kemur fram að Þórir hafi veitt umboð til þess við mat á örorku hans árið 1992. Í samtali við NFS í morgun sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál sem komi inn á borð embættisins. Hins vegar sé það svo að óheimilt sé að veita upplýsingar úr skattframtölum nema til gjaldandans sjálfs. Gjaldandanum er svo heimilt að veita öðrum umboð til að komast í framtölin. Í umræddu umboði Þóris frá 1992 stendur orðrétt: "Ég ... heimila sjóðsstjórn að fá afrit af skattframtölum mínum hjá skattstjóranum sem farið verður sem trúnaðarmál." Rétt er að taka fram að þarna vantar líklega orðið "með". Aðspurður hvað honum finnist um þá fullyrðingu Þóris að það umboð sé ekki framvirkt segir Gestur að ef umboðið sé ótakmarkað, og ekki með neinum fyrirvara um að það falli úr gildi á einhverjum ákveðnum tíma, þá hljóti það náttúrlega að standa.
Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira