
Innlent
Umferð beint um Hvalfjörðinn

Umferð var beint um Hvalfjörð í nótt þar sem göngin voru lokuð frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Umferðin gekk vel að sögn lögreglu, en göngin verða lokuð þrjár næstu nætur til viðbótar, vegna viðhalds i þeim. Um síðustu helgi mældust umþaðbil hundrað bílar á of mikluk hraða í göngunum, en þar er hámarkshraði 70 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast fór var 40 kílómetrum yfir þeim mörkum.