Mildi þykir að stór vöruflutningabíll skuli hafa sveigt til hægri, en ekki til vinstri, á móti bíl úr þeirri átt, þegar hann hafnaði utan þjóðvegarins á milli Blönduóss og Skagastrandar undir kvöld í gær, eftir að ökumaður hans sofnaði undir stýri. Hann var einn í bílnum og slapp nær ómeiddur, en björgunarsveit var kölluð út til að flytja farminn yfir í annan bíl. Farmurinn var að mestu frosinn fiskur. Þá sluppu allir fjórir nær ómeiddir þegar bíll þeirra valt út af Biskupstungnabraut ofan við Selfoss um kvöldmatarleitið. Beita þurfti klippum til að ná einum farþega út úr flakinu
Ökumaður vöruflutningabíls sofnaði undir stýri
