Eiður fiskaði vítaspyrnu

Barcelona var ekki í teljandi vandræðum með að leggja lið Racing Santander í spænska boltanum í dag og hafði 3-0 sigur á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta stundarfjórðunginn í leiknum og náði að setja mark sitt á leikinn með því að fiska vítaspyrnu, en úr henni skoraði Ronaldinho örugglega. Ludovic Giuly og Samuel Eto´o voru einnig á skotskónum í liði meistaranna.