Staðan í leik Manchester United og Arsenal er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign erkifjendanna á Old Trafford. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í leiknum, en besta færi leiksins átti Arsenal. Tomasz Kuszczak markvörður United fékk dæmda á sig mjög vafasama vítaspyrnu eftir aðeins tíu mínútna leik, en Kuszczak gerði sér lítið fyrir og varði vítið frá Gilberto.