Grafarþögn um gang viðræðnanna 15. september 2006 22:08 Varnarliðið hætti í dag rekstri björgunarþyrlna - þær verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Grafarþögn ríkir af gangi viðræðnanna við Bandaríkjamenn og þykir forsætisráðuneytinu duga að upplýsa þjóðina um það eitt, að viðræðunum ljúki bráðlega. Stuttum og snörpum fundi lauk í Washington síðdegis í gær og var ekkert upplýst um efnisinnihald viðræðnanna. Ekki má svo skilja að þessi stutti fundur sé til marks um árangur eða árangursleysi að mati Ragnheiðar Árnadóttur, aðstoðarmanns Geirs Haarde forsætisráðherra en hún á jafnframt sæti í samninganefndinni. Segir Ragnheiður að viss málefni hafi verið á á dagskrá og hafi hún verið tæmd. Ekkert frekar sé að segja af þessum fundi - það er, umfram það sem kom fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gær - sem var harla lítið. Þjóðin fékk að vita það eitt í gær frá Geir Haarde forsætisráðherra að þessum viðræðum myndi senn ljúka - jafnvel í næstu viku. Að mati forsætisráðuneytisins er ekki talin þörf á að upplýsa þjóðina frekar um þessi mál. Geir Haarde, forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali við sig í dag. Á meðan ráðamenn beina þögninni að þjóðinni er herinn að klára að pakka. Þau tímamót urðu í dag að þyrlubjörgundarsveitin hætti sinni vaktstöðu. Þyrlurnar verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Næsta hálfa mánuðinn verður því að treysta alfarið á tvær þyrlur Gæslunnar, sem eru þó báðar í góðu ástandi, en um mánaðamótin er von á leiguþyrlunum sem bætast í Íslenska björgunarþyrluflotann. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Varnarliðið hætti í dag rekstri björgunarþyrlna - þær verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Grafarþögn ríkir af gangi viðræðnanna við Bandaríkjamenn og þykir forsætisráðuneytinu duga að upplýsa þjóðina um það eitt, að viðræðunum ljúki bráðlega. Stuttum og snörpum fundi lauk í Washington síðdegis í gær og var ekkert upplýst um efnisinnihald viðræðnanna. Ekki má svo skilja að þessi stutti fundur sé til marks um árangur eða árangursleysi að mati Ragnheiðar Árnadóttur, aðstoðarmanns Geirs Haarde forsætisráðherra en hún á jafnframt sæti í samninganefndinni. Segir Ragnheiður að viss málefni hafi verið á á dagskrá og hafi hún verið tæmd. Ekkert frekar sé að segja af þessum fundi - það er, umfram það sem kom fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gær - sem var harla lítið. Þjóðin fékk að vita það eitt í gær frá Geir Haarde forsætisráðherra að þessum viðræðum myndi senn ljúka - jafnvel í næstu viku. Að mati forsætisráðuneytisins er ekki talin þörf á að upplýsa þjóðina frekar um þessi mál. Geir Haarde, forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali við sig í dag. Á meðan ráðamenn beina þögninni að þjóðinni er herinn að klára að pakka. Þau tímamót urðu í dag að þyrlubjörgundarsveitin hætti sinni vaktstöðu. Þyrlurnar verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Næsta hálfa mánuðinn verður því að treysta alfarið á tvær þyrlur Gæslunnar, sem eru þó báðar í góðu ástandi, en um mánaðamótin er von á leiguþyrlunum sem bætast í Íslenska björgunarþyrluflotann.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira