Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands 12. september 2006 22:07 Mynd/BB Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira