Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast 11. september 2006 18:58 Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira