Debetkortaeigendur lentu sumir hverjir í því um helgina að tekið var tvisvar af kortum þeirra þegar þeir greiddu með þeim. Verið var að breyta hugbúnaði hjá Reikningstofu bankanna sem olli því að hluti af debetkortafærslum á laugardag og sunnudag tvíbókuðust. Helgi H. Steingrímsson, forstjóri Reikingstofu bankanna, segir ekki ljóst um hve margar færslur sé að ræða. Þetta hafi uppgötvast í morgun og unnið hafi verið að leiðréttingum í allan dag og átti þeim að ljúka nú síðdegis.
Tvíbókað af sumum greiðslukortum um helgina
