Lögreglan í Keflavík þurfti fimm sinnum að stöðva slagsmál á Hafnargötunni þar í bæ í nótt. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar ólátanna en enginn var fluttur á lögreglustöð.
Hins vegar fékk einn að gista fangageymslurnar eftir að hann gat ekki greitt fyrir leigubíl sem hann tók sér far með í nótt. Þegar peningaskortur farþegans kom í ljós ók leigubílstjórinn niður á lögreglustöð þar sem maðurinn æstist mjög. Sáu lögreglumenn sér því þann kost vænstan að leyfa manninum að sofa úr sér ölæðið á staðnum.