Crouch bjargaði Englendingum

Peter Crouch skoraði eina mark leiksins þegar Englendingar lögðu Makedóna 1-0 á útivelli í undankeppni EM í kvöld. Crouch hefur verið sjóðandi heitur upp á síðkastið, en þó enska liðið hafi vissulega fengið fleiri færi til að skora í kvöld, hefðu heimamenn að sama skapi geta tryggt sér stig með smá heppni. Englendingar eru því enn með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðlakeppninni.