Pascal Cygan farinn til Spánar

Varnarmaðurinn Pascal Cygan hefur verið seldur frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal til spænska félagsins Villarreal fyrir tvær milljónir punda. Cygan hefur skrifað undir tveggja ára samning við spænska liðið. Enn er ekkert að frétta af málum Ashley Cole, en óstaðfestar fregnir herma að hann sé á leið til Chelsea í skiptum fyrir William Gallas og að Englandsmeistararnir muni borga fimm milljónir punda á milli.