
Fótbolti
Odonkor til Real Betis

Þýski vængmaðurinn David Odonkor hjá Dortmund gekk í gærkvöld frá fimm ára samningi við spænska liðið Real Betis. Odonkor er 22 ára gamall og vakti nokkra athygli á HM í sumar þar sem hann átti góðar innkomur með landsliði Þjóðverja, en hann var nokkuð óvænt tekinn inn í landsliðshópinn á síðustu stundu af Jurgen Klinsmann.