Nú rétt áðan var dregið í riðla í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea drógust í riðil með Evrópumeisturum Barcelona og því er ljóst að liðin mætast þriðja árið í röð í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen fær því ef til vill tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea á knattspyrnuvellinum fyrr en margan hefði grunað.
Í A-riðli leika Barcelona, Chelsea, Bremen og Levski Sofia.
Í B-riðli leika Inter, Bayern Munchen, Sporting og Spartak Moskva.
Í C-riðli leika Liverpool, PSV Eindhoven, Bordeaux og Galatasaray
Í D-riðli leika Valencia, Roma, Olympiakos og Shaktar Donetsk.
Í E-riðli leika Real Madrid, Lyon, Steua Búkarest og Dynamo Kiev.
Í F-riðli leika Manchester United, Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn.
Í G-riðli leika Arsenal, Porto, CSK Moskva og Hamburg
Í H-riðli leika AC Milan, Lille, AEK Aþena og Anderlecht.