Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana 23. ágúst 2006 16:05 Jose Mourinho er mjög ósáttur við að Chelsea skuli vera í öðrum styrkleikaflokki í meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira