
Sport
Domenech fundar með leikmönnum

Raymond Domenech hefur boðað þá Liliam Thuram og Claude Makele á fund sinn þar sem hann ætlar að reyna að sannfæra þá um að halda áfram að spila með franska landsliðinu í undankeppni EM 2008. Thuram er leikjahæsti franski landsliðsmaðurinn í HM hópnum í sumar og Makelele hefur enn ekki gefið upp hvort hann gefi áfram kost á sér í landsliðið. Thuram er 34 ára gamall og spilar með Barcelona, en Makelele er 33 ára og spilar með Chelsea.