
Fótbolti
Gefur út yfirlýsingu í dag

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves mun í dag gefa út yfirlýsingu á blaðamannafundi hjá Bayern Munchen, þar sem allt eins er búist við því að hann fari fram á að verða seldur frá félaginu. Orðrómur er á kreiki um að leikmaðurinn hafi verið sektaður fyrir að halda því ítrekað fram í fjölmiðlum að hann vilji ganga í raðir Manchester United á Englandi, en hann er samningsbundinn þýska félaginu til ársins 2010.