PSV samþykkir tilboð Blackburn í Ooijer

Hollenska knattspyrnufélagið PSV Eindhoven hefur samþykkt kauptilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn í hollenska landsliðsmanninn Andre Ooijer. Hann er 32 ára gamall og kaupverðið er sagt í kring um 2,1 milljón punda. Ooijer mun væntanlega skrifa undir tveggja ára samning við enska félagið fljótlega.