
Sport
Enska knattspyrnusambandið kærir Fulham

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið á sig kæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa ekki hemil á stuðningsmönnum sínum í sigurleiknum gegn Chelsea á Craven Cottage þann 19. mars síðastliðinn. Mikill hiti var í leikmönnum í viðureign liðanna og sömu sögu var að segja eftir að flautað var af, því þá ruddust stuðningsmenn beggja liða inn á völlinn. Fulham fær frest til 5. september til að svara fyrir sig í málinu.