Todd fer ekki í leikbann

Varnarmaðurinn Andy Todd fer ekki í leikbann með liði sínu Blackburn í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann fékk rauða spjaldið sem hann fékk gegn Portsmouth um helgina dregið til baka eftir áfrýjun. Todd var sendur af velli fyrir að hafa brotið á framherjanum Kanu hjá Portsmouth, en dómurinn þótti afar strangur. Ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill fékk einnig að líta rauða spjaldið fyrir brot á Kanu í sama leik.