Vinna þarf deiliskipulag fyrir Ellingsen-reit aftur 16. ágúst 2006 19:00 Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar.Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Mýrargötu, Grandagarði og tveimur nýjum götum sem gert er ráð fyrir í rammaskipulagi. Hann er hluti af stærri heild bæði sunnan og norðan Mýrargötu sem nær frá Ánanaustum að Ægisgötu. Þar á að vera blönduð byggð. Á Ellingsen-reitnum eru tvær lóðir, Grandagarður tvö og Mýrargata 26, og á báðum stöðum stendur til að byggja íbúarhúsnæði. Eigandi lóðarinnar að Grandagarði 2 var hins vegar ósáttur ákvarðað nýtingarhlutfall lóðar sinnar í samanburði við nýtingarhlutfall Mýrargötu 26. Hann kærði því samþykkt deiliskipulag til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Hún komst að þeirri niðurstöðu að borgin hefði brotið í veigamiklum atriðum gegn ákvæðum greinargerðar Aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2001-2024 með því að deiliskipuleggja ekki svæðið frá Ánanaustum að Ægisgötu sem heild. Var deiliskipulagið því fellt úr gildi. Samhliða þessu felldi úrskurðarnefndin úr gildi byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús að Mýrargötu 26 en til stóð að hefja við það framkvæmdir í sumar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera að fara yfir úrskurðinn. Reynt verði að hraða málinu eins og unnt er en ljóst sé að fara þurfi vel yfir það. Skipulagið á svæðinu fari í gegnum hefðbundið auglýsingaferli og líklegt sé að uppbygging á svæðinu tefjist því um nokkra mánuði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar.Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Mýrargötu, Grandagarði og tveimur nýjum götum sem gert er ráð fyrir í rammaskipulagi. Hann er hluti af stærri heild bæði sunnan og norðan Mýrargötu sem nær frá Ánanaustum að Ægisgötu. Þar á að vera blönduð byggð. Á Ellingsen-reitnum eru tvær lóðir, Grandagarður tvö og Mýrargata 26, og á báðum stöðum stendur til að byggja íbúarhúsnæði. Eigandi lóðarinnar að Grandagarði 2 var hins vegar ósáttur ákvarðað nýtingarhlutfall lóðar sinnar í samanburði við nýtingarhlutfall Mýrargötu 26. Hann kærði því samþykkt deiliskipulag til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Hún komst að þeirri niðurstöðu að borgin hefði brotið í veigamiklum atriðum gegn ákvæðum greinargerðar Aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2001-2024 með því að deiliskipuleggja ekki svæðið frá Ánanaustum að Ægisgötu sem heild. Var deiliskipulagið því fellt úr gildi. Samhliða þessu felldi úrskurðarnefndin úr gildi byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús að Mýrargötu 26 en til stóð að hefja við það framkvæmdir í sumar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera að fara yfir úrskurðinn. Reynt verði að hraða málinu eins og unnt er en ljóst sé að fara þurfi vel yfir það. Skipulagið á svæðinu fari í gegnum hefðbundið auglýsingaferli og líklegt sé að uppbygging á svæðinu tefjist því um nokkra mánuði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira