Green kominn til West Ham

West Ham hefur nú formlega gengið frá kaupum á enska landsliðsmarkverðinum Robert Green fyrir um 2 milljónir punda, eftir að leikmaðurinn samdi um kaup og kjör og stóðst læknisskoðun. Green hefur verið lengi frá vegna meiðsla, en segist hlakka til þess að vinna sér sæti í liðinu þar sem fyrir eru menn eins og Roy Carroll, fyrrum markvörður Manchester United.