BNbank sem er í eigu Glitnis hefur náð samkomulagi um kaup á 45% hlut í Norsk Privatokonomi sem veitir sérhæfða fjármálaþjónustu í Noregi. Fyrirtækið verður áfram óháð ráðgjafafyrirtæki og mun styrkja dreifikerfi og þar með markaðssókn BNbank og Glitnis í Noregi.
Norsk Privatokonomi er með 90 starfsemm í 12 borgum og bæjum í Noregi og býður upp á margvíslega fjármálaráðgjöf og verðbréfamiðlun. Fyrirtækið hefur haft milligöngu um lánveitingar að andvirði 2,8 milljarðar norskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 56% aukning frá sama tímabili í fyrra. Auk þess hefur fyrirtækið selt sparnað á sama tímabil fyrir um 1,1 milljarð norskra króna sem er 137% aukning frá fyrra ári.
Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki norsra yfirvalda.