Enska 1. deildarfélagið Norwich samþykkti í dag kauptilboð enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham í enska landsliðsmarkvörðinn Robert Green, sem ganga mun í raðir Lundúnaliðsins ef hann stenst læknisskoðun og kemst að kaupum og kjörum við félagið.
Green er 26 ára gamall og hefur spilað yfir 200 leiki fyrir Norwich. Hann meiddist illa í leik B-liðs Englendinga gegn Hvít-Rússum í maí sl. og missti fyrir vikið af sæti í landsliðshópnum fyrir HM.