
Sport
Arsenal og Chelsea í viðræðum vegna Ashley Cole

Forráðamenn Arsenal hafa gefið það út að þeir séu í viðræðum við granna sína í Chelsea um hugsanleg kaup meistaranna á bakverðinum Ashley Cole, sem orðaður hefur verið við Chelsea í rúmt ár. Talið er að grunnt sé á því góða milli Cole og forráðamanna Arsenal og margt bendir til þess að leikmaðurinn skipti um heimilisfang í Lundúnum á næstunni.