
Sport
Hópur Quinn hefur eignast Sunderland

Hópur fjárfesta undir stjórn knattspyrnustjórans Niall Quinn hefur nú eignast knattspyrnufélagið Sunderland. Hópurinn gerði tilboð í félagið fyrr í mánuðinum og hafa nú gengið frá lausum endum á tilsettum tíma. Quinn var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri félagsins tímabundið og er hann nú orðinn stjórnarformaður félagsins sem hann lék með í mörg ár á síðasta áratug.