Sir Alex Ferguson er ekkert að æsa sig yfir máli Ruud Van Nistelrooy og segist búast við því að framherjinn mæti á æfingu hjá félaginu á mánudag. Ferguson undirstrikar að fyrsta boð Real Madrid hafi ekki verið nógu hátt og ef annað betra komi ekki, muni United fegið halda honum áfram í herbúðum sínum.
"Ef Real hækkar ekki tilboðið, er það sannarlega í fínu lagi mín vegna. Ruud er maður sem gefur þér örugglega í kring um 20 mörk á tímabili og slíkir framherjar vaxa ekki á trjánum," sagði Ferguson.