Forseti spænska félagsins Atletico Madrid segir að sér hafi engin tilboð borist í framherjann sterka Fernando Torres, þrátt fyrir þrálátan orðróm um að félög á borð við Manchester United séu á höttunum eftir honum. Hinn 22 ára gamli Torres hefur verið talinn einn besti og efnilegasti framherji í Evrópu um árabil og er reglulega orðaður hvert stórliðið á fætur öðru.
Torres þótti standa sig með prýði með spænska landsliðinu á HM og ekki varð sú frammistaða til að minnka orðróm um áhuga stórliðanna í Evrópu á að fá hann í sínar raðir. Hann virðist þó ætla að spila áfram með liðinu sem hann ólst upp hjá.
"Við höfum engin tilboð fengið í Torres enn sem komið er. Ef við fáum tilboð í hann munum við hlusta á þau, en ég endurtek það sem ég hef alltaf sagt - við viljum ekki selja hann og munum halda honum í okkar röðum þangað til hann sjálfur fer fram á að verða seldur annað," sagði forseti Atletico.
Engin tilboð komin í Torres

Mest lesið





„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti

Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti



„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti
