Íslendingana sakaði ekki 13. júlí 2006 19:32 Rafik Hariri-flugvöllur í Beirút varð fyrir loftárás Bandaríkjamanna. MYND/AP Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.Eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs orðið alvarlega en það hefur verið um langt skeið. Í morgun gerði ísraelski flugherinn loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút en stjórnvöld í Jerúsalem segja að um hann séu vopn flutt til Hizbollah. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta var í einu af flugskýlum vallarins í viðhaldi þegar árásin var gerð en hana hefur Air France-flugfélagið á leigu. Þrír íslenskir flugvirkjar fylgja vélinni en til allrar hamingju voru þeir ekki á flugvellinum þegar sprengjunum rigndi þar yfir.Ekki stendur til í bili að flytja Íslendingana á brott enda er flugvöllurinn lokaður og eins hafa Ísraelar lokað líbönskum höfnum. Í það minnsta 53 borgarar hafa látist í árásum ísraelska hersins á Suður-Líbanon í dag. Líbanska ríkisstjórnin hélt neyðarfund síðdegis og baðst griða.Ísraelar sjá hins vegar enga ástæðu til að semja frið við líbönsku ríkisstjórnina á meðan skæruliðar Hizbollah, sem að sögn Ísraela eru handbendi Sýrlendinga og Írana, leika lausum hala í suðurhluta landsins. Þeir létu eldflaugum rigna yfir bæi hinum megin landamæranna í dag og dóu að minnsta kosti tvær konur í árásum þeirra. Nú undir kvöld var eldflaugum skotið að ísraelsku hafnarborginni Haifa en Hizbollah segist ekki bera ábyrgð á þeirri árás. Ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið í þeirri árás. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af ástandinu á svæðinu og kvaðst mundu senda erindreka sína á vettvang til að miðla málum. Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.Eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs orðið alvarlega en það hefur verið um langt skeið. Í morgun gerði ísraelski flugherinn loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút en stjórnvöld í Jerúsalem segja að um hann séu vopn flutt til Hizbollah. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta var í einu af flugskýlum vallarins í viðhaldi þegar árásin var gerð en hana hefur Air France-flugfélagið á leigu. Þrír íslenskir flugvirkjar fylgja vélinni en til allrar hamingju voru þeir ekki á flugvellinum þegar sprengjunum rigndi þar yfir.Ekki stendur til í bili að flytja Íslendingana á brott enda er flugvöllurinn lokaður og eins hafa Ísraelar lokað líbönskum höfnum. Í það minnsta 53 borgarar hafa látist í árásum ísraelska hersins á Suður-Líbanon í dag. Líbanska ríkisstjórnin hélt neyðarfund síðdegis og baðst griða.Ísraelar sjá hins vegar enga ástæðu til að semja frið við líbönsku ríkisstjórnina á meðan skæruliðar Hizbollah, sem að sögn Ísraela eru handbendi Sýrlendinga og Írana, leika lausum hala í suðurhluta landsins. Þeir létu eldflaugum rigna yfir bæi hinum megin landamæranna í dag og dóu að minnsta kosti tvær konur í árásum þeirra. Nú undir kvöld var eldflaugum skotið að ísraelsku hafnarborginni Haifa en Hizbollah segist ekki bera ábyrgð á þeirri árás. Ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið í þeirri árás. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af ástandinu á svæðinu og kvaðst mundu senda erindreka sína á vettvang til að miðla málum.
Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira