
Sport
Suðurlandströllið 2006 um helgina

Á laugardag fer fram hin árlega aflraunakeppni Suðurlandströllið. Keppnin hefst á Selfossi klukkan 13:30 þar sem meðal annars verður keppt í trukkadrætti og drumbalyftu. Klukkan 15:30 verður keppt í axlalyftu við Hótel Örk og keppninni lýkur við Eden í Hveragerði þar sem keppendur burðast með Húsafellshelluna. Á meðal keppenda verða Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" sem nýlega tryggði sér þáttökurétt í keppninni um sterkasta mann heims og Auðunn "Verndari" Jónsson.