
Sport
Ítalska landsliðinu ákaft fagnað við heimkomuna

Hundruðir æstra aðdáenda og stuðningsmanna ítalska landsliðsins í knattspyrnu voru samankomnir á flugvellinum þegar liðið lenti þar með HM-styttuna í farteskinu í dag. Búist er við að um hálf milljón manna verði samankomin í miðbæ Rómar í kvöld þar sem sérstök sigurhátíð verður haldin til heiðurs hetjunum.