Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink sé á leið til Lundúnaliðsins Charlton og fullyrða að hann muni gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Hasselbaink er með lausa samninga eftir að Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, ákvað að framlengja ekki samning þessa fyrrum leikmanns Chelsea.
