Að minnsta kosti tveir grunlausir knattspyrnuáhugamenn hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús í Berlín eftir að hafa sparkað í bolta sem hlekkjaðir voru við staura á götum borgarinnar. Hrekkjalómar höfðu fyllt boltana af steypu og skrifað á skilti við hliðina á þeim "getur þú sparkað?" Eins og nærri má geta lágu þeir meiddir eftir sem tóku þessari áskorun, en lögregla hefur engar vísbendingar um hver eða hverjir voru þarna að verki.
