Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Didier Zokora frá franska liðinu St. Etienne. Hann spilaði alla leikina á HM með liði Fílabeinsstrandarinnar og þótti standa sig með prýði. Það var Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var maðurinn á bak við kaupin, en hann fékk Zokora einmitt til St Etienne þegar hann var á mála hjá franska liðinu á sínum tíma.
Tottenham kaupir Didier Zokora
