Innlent

Stjórn Tryggingastofnunar kölluð saman

Mynd/GVA

Skoða þarf starfsemi og innra eftirlit Tryggingastofnunar í kjölfar frétta af milljónafjársvikum þjónustufulltrúa hjá stofnuninni. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar. Kristinn segir hinn meinta þjófnað einsdæmi í 70 ára sögu stofnunarinnar.

Kristinn býst við því að stjórn Tryggingastofnunar verði kölluð saman á næstu dögum vegna málsins þar sem farið verður yfir atburðarrás síðustu daga.

Fjórir sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna hins meinta þjófnaðar þjónustufulltrúans hjá Tryggingastofnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×